Back to All Events

OFFMODE með Unu Kolbeins


Námskeið með það að markmiði að minnka streitu, bæta svefngæði og auka hreyfigetu líkamans.

Uppbygging tímans

Allir tímar byrja á Yin Yoga og bandvefslosun.

Í Yin Yoga er mjúkum, jarðtengdum stöðum haldið lengi, þannig að líkaminn fær að slakna smám saman og spennur djúpt í bandvefnum losna. Þessi rólega nálgun eykur liðleika, mýkir vöðva, örvar blóðrásina og styður endurheimt líkamans.

Einnig notum við nuddbolta til að auka blóðflæði og mýkja vöðva enn betur.

Næst tekur við Yoga Nidra djúpslökun.

Yoga Nidra er liggjandi leidd djúpslökun sem er áhrifarík leið til að losa um streitu, fá aukna orku og betri svefn. Oft kallað jógískur svefn. Þú liggur á dýnunni, með kodda og teppi til að þér líði sem best og Una leiðir þig í hugleiðslu þar sem líkaminn sekkur í góða slökun og hugurinn fær tækifæri til að hvílast og endurnærast.

Yoga Nidra er góð leið til að losa um daglega streitu og áhyggjur, bæta svefn og gefa líkamanum raunverulega hvíld. Fá aukna orku og einbeitingu, skapa rými fyrir skýrleika, jafnvægi og innri ró.

Hádegisnámskeið

6. okt - 27. okt.

Mánudaga kl. 12:10-13:00

Verð 16.500 kr. (4.500 kr. stakur tími sem gengur uppí námskeiðið)

Kvöldnámskeið

6. okt - 27. okt.

Mánudaga kl. 19:45-20:45

Verð 18.000 kr. (5.000 kr. stakur tími sem gengur uppí námskeiðið)

Skráning fer fram hér: https://unakolbeins.is/

Una, jógakennari

“Ég hef óbilandi ástríðu fyrir því að skapa rými þar sem hægt er að finna fyrir djúpri vellíðan.”

Um Unu

Ég hef stundað jóga síðan árið 2012. Ég fór í mitt fyrsta kennaranám til Ítalíu árið 2017 og lærði þar Hatha og Vinyasa jóga.
Síðan þá hef ég bætt við mig alls 450 tíma jógakennaranámi og öðlast kennsluréttindi í Yin Yoga, Yoga Nidra, Hatha Yoga, Vinyasa Yoga og Power Yoga.
Ég hef einnig lært svokallaða Roll Model-aðferð og bandvefslosun. Ég tvinna því oft saman við mína jógatíma til þess að styðja við losun á uppsafnaðri spennu í vöðvum líkamans.
Að auki er ég menntuð markþjálfi frá Evolvia, með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og stunda nú meistaranám við Háskólann á Bifröst.

Í ys og þys hversdagsins er oft erfitt að finna tíma til að slaka á, hlúa að sjálfum sér og sinni vellíðan. Okkur hættir mörgum til að halda endalaust áfram að vinna og reyna sífellt að bæta eitthvað en allur dugnaður og öll vinna er til einskis ef okkur líður ekki vel þegar á áfangastað er komið. Eða hvað?
Það að lifa lífinu til fulls þýðir fyrir mér að elta það sem hjartað kallar á og leyfa ekki óttanum að stoppa sig EN á sama tíma að hlúa vel að sér - passa að líkami og hugur sé í góðu standi. Þegar okkur líður líkamlega vel, hugurinn skýr og rólegur, þá ganga hlutirnir oftast mun betur. Það segir sig sjálft.
Í minni kennslu einblíni ég á að skapa rými fyrir hvern og einn til að hlúa að sjálfum sér og hlaða batteríin. Með Yin Yoga, bandvefslosun og Yoga Nidra tekst okkur að losa um spennu í líkamanum, mýkja hann og auka hreyfigetu - á sama tíma og hugurinn fær hvíld frá amstri dagsins.

Previous
Previous
September 3

MEÐ MÝKT inní haustið með Elmu Dögg (6 vikur)