Í maí og júní mun Elín Vigdís Guðmundsdóttir, sem kennir hjá átröskunarteyminu á Kleppi, leiða stuðningsnámskeið utan spítalans. Þetta er liður í lengra verkefni sem nú fær loks að verða að veruleika.
Heillaspor eru fjórar valdeflandi vinnustofur með áherslu á tengsl, sjálfsvinnu og slökun.
Hver tími inniheldur:
Fræðslu og samtal
Skapandi verkefni
Slökun og jóga
Markmiðið er að skapa öruggt og hlýtt rými þar sem þátttakendur geta styrkt tengsl við sjálfa sig og aðra í svipuðum aðstæðum.
Hvenær?
Á þriðjudögum frá 20. maí til 10. júní 2025
kl. 17:00 – 18:30
Hvar?
REYR Studio, Fiskislóð 31B, Granda
Fyrir hverja?
Vinnustofurnar eru ætlaðar einstaklingum sem glíma við átröskun eða eru í bataferli.
Athugið: Þetta er ekki meðferð heldur styðjandi og valdeflandi stuðningur í bataferli.
Skráning:
Takmarkað sætaframboð – hafðu samband með skilaboðum á elinvigdis1985@gmail.com til að bóka pláss.